Föstudagsþraut : 5 vitleysur - jólastarfsfólk! (svör komin)

Kæru og yndislegu safngestir! Desember er hafinn og fyrsta þraut mánaðarins er eðlilega tengd jólunum! Viljið þið sjá starfsfólk jólalega klætt? Við verðum það á föstudögum!

En þrautin í dag felst einfaldlega í því að sjá 5 breytingar á milli myndanna hér fyrir neðan. Myndin til hliðar (hægri) er skorin útgáfa af efri myndinni. 

Nú skuluð þið rýna ... og rýna ... og rýna ... og rýna ... og rýna.

Og hafa gaman af!

 

Mynd af starfsfólki Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins í jólafötum

Kæru og yndislegu safngestir! Desember er hafinn og fyrsta þraut mánaðarins er eðlilega tengd jólunum! Viljið þið sjá starfsfólk jólalega klætt? Við verðum það á föstudögum!

 

Og muna eftir þessari stórkostlegu dagskrá okkar á safninu næstu vikur!

Hafið það yndislegt - góða helgi!

Svör fyrir neðan:
.
.
.
Nefið á Rúdolf á marglitu peysunni, "ði" í orðinu Sálfræði á tröppu, brunabjalla á veggnum, hálsmen á Aiju (konan í rauðum bol/svörtu vesti) og "S"-ið í orðinu Sleepy á peysu Sigrúnar (fjólupláa peysan).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan