(svarmynd neðst) Kæru safngestir og velunnarar! Föstudagur til fjár og föstudagsþrautin klár! Hey, þetta rímaði! En að þrautinni sjálfri:
Fyrir nokkrum vikum, nánar tiltekið sex, birtist hér fyrsta þraut ársins og hún var mynd sem gervigreindarforritið ChatGPT gerði af Amtsbókasafninu á Akureyri skv. textafyrirmælum okkar. Skrautlegt og virkilega áhugavert. Nú tökum við næsta skref og er þraut dagsins sótt í sömu smiðju: við báðum forritið um að teikna "mynd af íslensku bókasafni með hillum af bókum, mynddiskum, kökuformum ..." og niðurstaðan var ... aftur áhugaverð!
Ekki vitum við hvernig forritið ætlast til að safngestir nái upp í efstu hillur þarna og lausnin á því að teikna "íslenskt" bókasafn felst auðvitað í því að sýna snjóþakið fjall út um stóran glugga safnsins. Svo eru það ekki bara kökuformin ... þarna er þvílíkt flotta kakan!
En þetta virkar samt eins og alltaf: á milli mynda eru fimm breytingar og þið eigið að finna þær. Rétt svör koma eftir helgi og munið að í höfuðborg norðursins er alltaf besta veðrið og opið á Amtinu á laugardögum kl. 11-16!
Góða helgi!
Rétt svör: