(svar) Föstudagsþraut 2025 nr. 5 - Múmínvörur fyrir yngri kynslóðina og fimm breytingar!

(svar neðst) Kæru safngestir og múmínaðdáendur! Á þessum föstudegi viljum við endilega benda á nýju múmínvörurnar sem við vorum að fá í litlu búðina okkar. Föstudagsþrautin að þessu sinni er tileinkuð þeim!

Eins og venjulega þá er um að ræða fimm breytingar á milli mynda og rétt svör koma fljúgandi glöð til ykkar eftir helgi.

Kíkið endilega á úrvalið í litlu búðinni okkar, múmínvörurnar og fleira. Afgreiðslutíminn er 8:15-19:00 alla virka daga (sjálfsafgreiðsla 8:15-10:00) og 11:00-16:00 á laugardögum. Mörg tækifæri til að fá sér nýju múmínvörurnar!

Hafið það gott, njótið þrautarinnar og góða helgi!

 

Auglýsing um nýjar múmínvörur í litlu búðinni á Amtsbókasafninu

 

Rétt svar:

Auglýsing um múmínvörur fyrir yngri kynslóðina

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan