(svar) Kæru safngestir! Janúar er tíminn sem margir nota til að byrja á heilsuátaki. Hversu lengi varir það? Undir okkur komið. En við á Amtinu viljum endilega aðstoða og höfum því bætt við mörgum óhefðbundnum útlánum í safnkostinn, sem m.a. lúta að betri heilsu. Lánstími er 30 dagar og séu hlutirnir í útláni er hægt að panta þá eins og annað á amt.leitir.is eða í afgreiðslunni hjá okkur.
Nýtt í hillum:
-Blóðþrýstingsmælir
-2x3kg handlóð
-2x6 kg handlóð
-8kg ketilbjalla
-Frisbígolfsett
-Sippuband
-Æfingateygjur
-Tímavaki
-Kíkir
Þrautin er tileinkuð þessum nýja safnkosti og myndin sem við notum er skjáskot úr skemmtilegu tiktok-myndbandi sem starfsmenn Amtsins gerðu fyrir stuttu. Finnið fimm breytingar og drífið ykkur svo að prófa suma af þessum heilsutengdu hlutum. Ritstjóri heimasíðunnar sippaði t.d. í morgun! Hvað með ykkur??
Vonandi eigið þið góða helgi - munið að við erum með opið á laugardögum og á morgun er hið mennska bókasafn í gangi - kíkið á þann viðburð!
Kær kveðja, starfsfólk Amtsbókasafnsins.
Rétt svar: