(svör komin) Föstudagsþraut 2025 nr. 2 - Skrifstofudót og fimm breytingar

(svör neðst) Kæru safn- og heimasíðugestir! Árið þýtur áfram og nú er 10. janúar ... tími fyrir aðra föstudagsþraut ársins! Og við höfum myndina að þessu sinni af skrifstofudóti úr hillu á "teppinu" svokallaða hjá okkur en þar fer m.a. fram alls kyns frágangur og viðgerðir á safnefni.

Þetta virkar eins og alltaf ... finnið fimm breytingar á milli mynda og rétt svar kemur svo eftir helgina. Munið líka að hér er opið á laugardögum í vetur eða þar til 16. maí gengur í garð... þá detta laugardagarnir út.

En gjörið svo vel og njótið þrautarinnar og sjáið nokkrar af þeim vörum sem við notum í vinnunni okkar.

Góða helgi!

 

Mynd af nokkrum skrifstofuvörum

 

Rétt svör:

Alls konar skrifstofudót í hillu

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan