(svarmynd komin!!) Föstudagsþraut 2024 nr. 5 - Dagný og breytingarnar fimm!

(svarmynd komin!!) Kæru föstudagselskandi velunnarar þessar vefsíðu! Hér er hún komin, Dagný með breytingarnar fimm!

Þessi frábæri verkefnastjóri okkar á Amtsbókasafninu var til í að pósa fyrir þennan fasta lið og nú er ykkar að finna fimm breytingar á myndinni. Eins og áður geta sumar verið augljósar, sumar faldar, sumar lúmskar eða allt í senn!

Aðalatriðið er að hafa gaman, kannski gera þetta saman, eða keppa og þá sigrar daman, ég verð rauður í framan ...

Extra bónus til þeirra sem geta leyst þrautina með rím-hætti ... annars að öllu gamni slepptu verður mynd með lausn sett hér í fréttina á mánudaginn kemur.

Góða helgi öllsömul og munið að Amtið ykkar er opið á laugardögum í vetur 11-16!

 

Dagný Davíðsdóttir verkefnastjóri Amtsbókasafnsins sitjandi við borð

 

 

Rétt svar:

 

Verkefnastjórinn Dagný Davíðsdóttir situr við skrifborð sitt í vinnunni

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan