(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 24 - Breytingar á bakgarði

(svar) Kæru þrautaelskandi safngestir og heimasíðuaðdáendur. Það ku vera föstudagur - svokallaður fössari - og þá er mál að taka til í bakgarðinum ... eða að finna fimm breytingar!

Stundum geta þessar þrautir verið agalega léttar en stundum eru þær "kvikindislegar" að því leytinu til að stækkunargler er kostur! (eða súmmun inn á skjáinn) Nú hefur verið sagt of mikið og þið skuluð bara njóta þrautarinnar!

Margt hefur blómgast síðan myndin var tekin en þið ættuð endilega að kíkja þarna, kannski fá ykkur salat í matinn eða bara að sitja og njóta. 

Rétt svar kemur eftir helgi en Helga er á undan Helga þegar raðað er í stafrófsröð! (var þessi of lélegur eða djúpur?)

Hafið það gott um helgina! (opið alla virka daga 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla 8:15-10:00))

Mynd af bakgarði Amtsbókasafnsins

 

Rétt svör merkt með hringjum:

Bakgarður hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan