(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 19 - Útboð á veitingarekstri og fimm breytingar!

(svar) Kæru safngestir! Það er föstudagur og mikilvæg tilkynning: Amtsbókasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á veitingastofu í húsnæði Amtsbókasafnsins! Föstudagsþrautin er því blönduð auglýsing um þetta ásamt því að þið getið fundið fimm breytingar á myndinni fyrir neðan! (Texti auglýsingarinnar er tekinn af vef Akureyrarbæjar og reyndar myndin líka).

 

Útboð á veitingarekstri í Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á veitingastofu í húsnæði Amtsbókasafnsins, frá 1. júlí 2024 til þriggja ára, með möguleika á framlengingu til tveggja ára til viðbótar eða til 30. júní 2029. Rekstur veitingastofunnar yrði sjálfstæð eining en jafnframt mikilvægur hluti af bókasafninu.

Góð aðstaða er á fyrstu hæð Amtsbókasafnsins í Brekkugötu 17, en bjóðendum er boðið í vettvangsskoðun þann 27. maí kl. 13:00, mæting í anddyri Amtsbókasafns, Brekkugötu 17.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 16. maí 2024.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins og ekki er hægt að notast við Íslykil.

Hægt er að nálgast útboðsgögnin með því að smella HÉR!

Tilboðum skal skilað rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 10:50 þann 7. júní 2024.

Nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir (hrafnhildursig@akureyri.is) á fjársýslusviði Akureyrarbæjar.

- - - - -

Mynd af Amtsbókasafninu á Akureyri, heiðskír og blár himinn, grænt gras fyrir framan

 

Rétt svör koma eftir helgi! Og munið að sumarafgreiðslutíminn hefur tekið við. Nú er lokað á laugardögum og því sjáumst við alltaf hress næstkomandi mánudag! ... En hey! Bíddu nú við! Annar í hvítasunnu er næsta mánudag og þá er lokað hjá okkur! Við sjáumst því hress þriðjudaginn 21. maí nk.!

 

Rétt svar:

Mynd af Amtsbókasafninu

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan