(svar komið) Föstudagsþraut 2024 nr. 17 - May the 4th be with you - sjö breytingar!

(svar komið) Kæru safngestir og Stjörnustríðselskandi fólk! Á morgun (laugardaginn 4. maí) er mikill Stjörnustríðsdagur, alla vega í hugum aðdáenda myndanna. Og í tilefni af því er þrautin tileinkuð þessum degi!

Einnig skal það strax tekið fram að síðustu laugardagsopnanir safnsins þennan vetur verða á morgun 4. maí og svo 11. maí. Næsta laugardagsopnun eftir það verður 21. september!

En þessi skemmtileg þrautarmynd er fengin af netinu (af síðunni artstation.com - höfundar: SneakyArts og Carpaa2011) og þið eigið að finna sjö breytingar í stað hinna hefðbundnu fimm ("reynið ekki, gerið..."), því 7. maí er væntanlegur og það er sjöundi dagur fimmta mánaðar ársins!

Alla vega, þá eigum við nær allar myndirnar enn í mynddiskadeildinni okkar og svo eru til vísindaskáldsögur og teiknimyndasögur, ásamt fræðibókum um Stjörnustríðsheiminn.

Afgreiðslutíminn á "May the 4th" er venjulegur: 11.00-16.00!

Mynd með réttum svörum verður birt eftir helgi!

Plakat með öllum helstu fígúrunum úr Stjörnustríðsheiminum

 

Rétt svar:

Plakat með mörgum fígúrum úr Stjörnustríðsheiminum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan