Föstudagsþraut 2023 nr. 7 - Að velja rétt svar (svör komin!)

(Höskuldarviðvörun! - Rétt svar er litað rautt!!!)

Kæru þrauta-elskandi safngestir! Dagur kominn föstu er, febrúar tvenna fjórtán ber, 10 spurningar komnar hér, handa mér og handa þér.

Þraut vikunnar er skemmtilega létt. Tíu spurningar með valmöguleikum, tengjast allar efni sem hægt er að finna á safninu, og ... það á bara að velja rétta svarið. Góða skemmtun!


Spurningar:

1. Hver er aðalleikarinn í myndinni Top Gun: Maverick?
a) Tom Hiddleston
b) Hörður Ingi Stefánsson
c) Tom Cruise
d) Tom Holland
e) Tom Hanks

2. Hver er aðalleikarinn í myndinni Spider-Man: No Way Out?
a) Tom Hiddleston
b) Hólmkell Hreinsson
c) Tom Cruise
d) Tom Holland
e) Tom Hanks

3. Hverrar þjóðar er rithöfundurinn Jenny Colgan?
a) Hún er íslensk (duln. fyrir Benný Sif Harðardóttur)
b) Hún er þýsk
c) Hún er ensk
d) Hún er bandarísk
e) Hún er skosk

4. Í hvaða áttir vísar stiginn okkar vel merkti m.a. á milli hæða?
a) Út og suður
b) Norður og niður
c) Hægri og vinstri
d) Austur og upp
e) Ég átta mig ekki alveg á því

5. Hvað er það kallað sem gerist á safninu alla fimmtudaga yfir veturinn kl. 16:30?
a) Jóga-stund
b) Foreldramorgunn
c) Fjölskyldukvöld
d) Ættaróðal
e) Sögustund

 

6. Hvaða elskaði höfundur skrifaði bók sem innihélt hina dásamlega vondu Agatha Trunchbull?
a) Rudyard Kipling
b) Halldór Laxness
c) Roald Dahl
d) J.R. R. Tolkien
e) C.S. Lewis

7. Hver er flokkstalan fyrir ævisögur hérna hjá okkur á Amtsbókasafninu?
a) 921
b) 922
c) 291
d) 292
e) 007

8. Hvaða núverandi starfsmaður Amtsbókasafnsins tók þátt í Útsvari á RÚV?
a) Sigrún Ingimarsdóttir
b) Sigurður Helgi Árnason
c) Þorsteinn Gunnar Jónsson
d) Tom Cruise
e) Aija Burdikova

9. Hver er afgreiðslutími Amtsbókasafnsins á virkum dögum?
a) 9-18 (sjálfsafgreiðsla 9.00-10.00)
b) 8.30-18.30 (sjálfsgreiðsla 17.30-18.30)
c) 8.15-18.00 (sjálfsgreiðsla allan daginn)
d) 8.15-19:00 (sjálfsafgreiðsla 8.15-10.00)
e) 8.15-19:00 (sjálfsafgreiðsla 8.15-9.00)

10. Hvað er Lortur í lauginni eiginlega?
a) Lag með hljómsveitinni Súkkat
b) Spil sem hægt er að fá lánað hér
c) Sláturkeppur í vatni
d) Gælunafn starfsmanna á salernum hússins
e) Bók eftir Eirík Örn Norðdahl

Hafið það gott um helgina, það er opið á laugardögum í vetur, munið eftir brosinu og þeirri staðreynd að lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil. Skyldi maður verða leiður á því ....

Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan