(Svör komin!) Kæru föstudagselskandi safngestir! Við þökkum ykkur þolinmæðina meðan málningarvinna fer fram en nú er þrautin mætt á svæðið. Fullt af nýjum bókum að koma inn og þrautin núna sækir í þær!
Við erum sem sagt með tíu bókatitla og tíu höfunda. Bókatitlarnir hafa allir númer fyrir framan sig, höfundarnir hafa bókstaf fyrir framan. Og þið eigið að para saman, t.d. 1a, 2b, 3c, 4d o.s.frv. Skemmtunin í þrautinni felst í því að gúggla ekki, alla vega ekki strax, og sjá hversu vel þið eruð að ykkur í nýju bókunum sem teljast jú vera hluti af svokölluðu jólabókaflóði!
1. Einlífi: ástarrannsókn
2. Einstakt jólatré
3. Hvítalogn
4. Anatómía fiskanna
5. Maður í eigin bíómynd
6. Blóðmjólk
7. Litlasti jakinn
8. Gleðileg mjátíð
9. Stríðsbjarmar
10. Veðrafjall
a. Benný Sif Ísleifsdóttir
b. Lu Fraser
c. Ragnar Jónasson
d. Ragnheiður Jónsdóttir
e. Liza Marklund
f. Hlín Agnarsdóttir
g. Brian Pilkington
h. Valur Gunnarsson
i. Ágúst Guðmundsson
j. Sölvi Björn Sigurðsson
Og við notum tækifærið til að minna ykkur á þemaborðið á 1. hæðinni, en það er tengt jólunum. Jólamyndirnar eru svo komnar úr geymslunni og niður á 1. hæð og í barnadeildina.
Það minnir svo ótal margt á ...
Góða helgi - og munið: svörin koma á mánudag! Vú hú!
- - - -
Rétt svör: 1f, 2a, 3c, 4j, 5i, 6d, 7b, 8g, 9h, 10e