(Svar komið!) Föstudagsþraut 2023 nr. 34 - Eyjafjörður!

(Svar komið - mynd neðst!) Elsku þrautaleysandi safngestir! Föstudagur til fjár? Föstudagur til fegurðar? Föstudagur til frelsis? Föstudagur til fjalla? Við skulum bara segja föstudagur fyrir framúrskarandi fimm breytingar og þær eru í erfiðara lagi núna!

Þessi mynd var tekin kl. 7:45 í morgun (föstudaginn 27.10.2023) og hefur ljósmyndarinn stundað þetta nokkuð í sumar og haust, að fara á sama staðinn og taka myndir.

Núna þurfið þið bara að setja á ykkur rannsóknargleraugun og finna fimm breytingar og svörin koma eftir helgi.

Þessi vika hefur verið aktív og það verður hrekkjavökugaman hjá okkur á morgun, laugardaginn 28. október, þannig að við hlökkum til að sjá ykkur á morgun og auðvitað á mánudag og alltaf!

Hafið það yndislegt!

Mynd af Eyjafirði í morgunbirtu með fjallasýn í bakgrunni

 

- - - Rétt svar: - - -

Eyjafjörður og fjallasýn í baksýn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan