Föstudagsþraut 2023 nr. 11 - Finndu fimm vitleysur! (MEÐ SVÖRUM!)

Kæru safngestir og velunnarar! Hér er hún komin ... á föstudegi ... sjálf föstudagsþrautin!! Finndu fimm vitleysur! Ekki flókið ... en er þetta erfitt? (svör komin)

Myndin sem fylgir fréttinni („hausinn“) er sú upphaflega. Hin er örlítið öðruvísi ... það er, hún er fimm sinnum öðruvísi!

Fyrir þessa fanatísku, þá væri hægt að teikna upp hnitakerfi yfir myndina (x ás og y ás ... og allt það)

En fyrir þessa venjulegu þá er þetta spurning um að skoða myndirnar og sjá hvaða fimm breytingar (vitleysur) hafa verið gerðar.

Einfalt ekki satt?

Mynd af manni og konu við eldhúsborð að borða mat

Og hér fyrir neðan er myndin með rauðum hringjum utan um „vitleysurnar“:

Mynd af manni og konu við borð að borða mat

- Haldið á skápnum uppi til vinstri
- Miðinn á kaffivélinni er horfinn
- Gleraugun hjá Kötu hafa breytt um lit (fengu hárlitinn hennar)
- Siggi er kominn með tvö nafnspjöld
- Teskeiðin í kakóinu hjá Sigga er horfin ...

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan