Föstudagsþraut 2023 nr. 1 - Hversu vel þekkir þú safnið? (Svör komin!)

Dynamic shelfing ... ungmennadeild ... viltu vita meira?
Dynamic shelfing ... ungmennadeild ... viltu vita meira?

Yndislegu safngestir og velunnarar. 2023 farið af stað, allir að hugsa um heilsuna og Ísland vann fyrsta leikinn sinn á HM í handbolta þetta árið. En ... hér kemur fyrsta þraut ársins og hún snýst eingöngu um þekkingu þína á safninu.

(svör komin neðst!)

Tíu spurningar ... nú reynir á!

1. Hvenær var Amtsbókasafnið á Akureyri stofnað?
2. Hvað vörur eru algengastar í litlu búðinni okkar?
3. Hver er barnabókavörður Amtsbókasafnsins?
4. Hver er þversumma aðalsímanúmersins okkar?
5. Á hvaða tungumáli eru bækur með Dewey-flokkstölunni 833?
6. Hvað heitir kaffihúsið á 1. hæð Amtsbókasafnsins?

Aukaspurning: Hvernig tengjast Dynamic shelfing og ungmennadeildin? (sjá mynd)

7. Hvað eru margar sjálfsafgreiðsluvélar í notkun?
8. Hvað er „Gamalt og gott“ eiginlega?
9. Geturðu nefnt alla vega þrjá klúbba sem eru í gangi í starfseminni okkar?
10. Hver er afgreiðslutíminn virka daga?

 

Hafið það yndislegt og munið að lestur er bestur!

Viðburðadagatal á íslensku
Viðburðadagatal á ensku

 

Svör:
1. 1827
2. Múmínvörurnar, sérstaklega múmínkönnurnar
3. Eydís Stefanía Kristjánsdóttir
4. Númerið er 4601250 (4+6+0+1+2+5+0) = 18 
5. Þetta eru þýskar skáldsögur
6. Lestur Bistro

Við svörum ekki beint aukaspurningunni en bendum bara á að hér er um að ræða "líflegri" framsetningu á efni til notenda, myndrænni og ekki eins reglulegri ... en samt er allt í röð :-)

7. Tvær
8. „Gamalt og gott“ inniheldur gull og gersemar, bækur sem eru gefnar út fyrir ákveðinn tíma (breytist yfir árin) og einnig má finna þar jólaefni.
9. T.d. Icelandic Language Club, Borðspilaklúbburinn og Hnotan.
10. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan