Föstudagsþraut : 10 ruglaðir titlar (svör komin neðst!)

Það er föstudagur, 22 dagar eftir af árinu, og auðvitað tími í létta getraun! Hún snýst um ruglaða titla á nýjum bókum hjá okkur!

Myndin sem fylgir þrautinni tengist henni ekki beint, heldur er bara hluti af auglýsingaskjánum okkar og þarna eru þrjár nýjar bækur auglýstar. Viltu vita meira? Kíktu þá á skjáinn.

En að föstudagsþrautinni! Þessir tíu titlar eru rangir. Raðið þeim rétt saman!

1. Hvernig virkar Birna?

2. Litla bókin um fjármálakerfið

3. Viltu finna blæðingar?

4. Vinátta án þessa heims

5. Vanþakkláti Evelyn Hugo

6. Strákar sem landamæra

7. Áður en milljón

8. Sjö eiginmenn meiða

9. Var, er og verður flóttamaðurinn

10. Hamingja, við urðum þín


Góða skemmtun og góða helgi!

Svörin (10 réttu titlarnir eru):

Litla bókin um blæðingar

Vinátta án landamæra

Vanþakkláti flóttamaðurinn

Var, er og verður Birna

Hvernig virkar fjármálakerfið?

Sjö eiginmenn Evelyn Hugo

Strákar sem meiða

Hamingja þessa heims

Áður en við urðum þín

Viltu finna milljón?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan