Fígúrusmiðja

Fígúrusmiðja fer fram á Amtsbókasafninu laugardaginn 22. febrúar kl. 13:30.

ATHUGIÐ
Þátttaka er ókeypis er nauðsynlegt er að skrá barnið með því að senda póst á fridab@amtsbok.is

Takmarkaður fjöldi verður en ef mikill áhugi er fyrir fígúrusmiðjunni verður líklega annar viðburður síðar.

Smiðjan virkar þannig að börnin velja sér búk og ákveða hvernig hann snýr. Því næst velja þau sér hendur, fætur, hár, horn, augu, munn og bara það sem ímyndunaraflið býður upp á. Þau sauma munn og augu sjálf í fígúruna en fara svo til starfsmanns sem saumar hana saman. Að lokum setja þau fyllingu í fígúruna og svo er lokað fyrir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan