FRESTAÐ - Snillismiðja á Amtsbókasafninu

**UPPFÆRT**
 
Í ljósi aðstæðna hefur snillismiðju verið frestað um óákveðinn tíma. 
 
Í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri fer fram snillismiðja á Amtsbókasafninu laugardaginn 17. október kl. 13:30-14:30 (opið hús). Í smiðjunni, sem haldin er í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar, býðst börnum að prufa hin ýmsu snjalltæki sem öll búa yfir mismunandi eiginleikum. Spennandi heimur tækninnar fyrir börn á öllum aldri!
Í boði verða níu stöðvar:

- AR-bolur
- AR-bækur
- Dash
- Ozobot
- Osmo
- Bee-bot
- Lirfan (Coda-a-pillar)
- Kubbur
- Kynning á Legó (robotar og þjarkar)
 
Snillismiðjan er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október. Viðburðurinn nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda.
 
Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak
Mynd af allskyns tækjum sem hægt verður að prufa í snillismiðju þegar þar að kemur.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan