Bókarkynning: Í fjarlægð - Saga berklasjúklinga á Kristneshæli

Bókin samanstendur af fræðilegri umfjöllun og sögulegum skáldskap auk fjölda áður óbirtra ljósmynda …
Bókin samanstendur af fræðilegri umfjöllun og sögulegum skáldskap auk fjölda áður óbirtra ljósmynda sem glæða frásögnina lífi.

BÓKARKYNNING / UPPLESTUR
MÁNUDAGINN 4. DESEMBER KL. 17:00

Bókin Í fjarlægð - Saga berklasjúklinga á Kristneshæli eftir Brynjar Karl Óttarsson er að miklu leyti byggð á sögum fyrrverandi vistmanna á Hælinu sem höfundur hefur skrásett um nokkurra ára skeið. Sögurnar, sem hvergi hafa birst áður, gefa innsýn í daglegt líf á Hælinu. Endalaus bið og tilbreytingarsnauð tilvera þar sem dauðinn var daglegt brauð knúði á frumkvæði og framtakssemi sjúklinga. Stofnun hagsmunasamtaka, bætt vinnuaðstaða og fjölbreyttara félagslíf gerði hið daglega líf berklasjúklingsins bærilegra. 

Í bland við sögur vistmanna er stuðst við dagbækur, sendibréf, blaðagreinar, fundargerðabækur og fleiri heimildir. Bókin samanstendur af fræðilegri umfjöllun og sögulegum skáldskap auk fjölda áður óbirtra ljósmynda sem glæða frásögnina lífi. Afraksturinn er heildstæð samantekt um líf fólksins á Kristneshæli.

 

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan