DJ Vélarnar þeytir skífum úr skylduskilum

Það verður stuð á hádeginu á fimmtudaginn!
Það verður stuð á hádeginu á fimmtudaginn!

Nú verður stuð! Dj Vélarnar mun þeyta skífum úr skylduskilum á Orðakaffi/Amtsbókasafni í hádeginu, fimmtudaginn 9. maí.

Skylduskil, hvað er það?
Amtsbókasafnið á Akureyri er svokallað skylduskilasafn, sem þýðir að varðveita skuli eitt eintak af öllu prentuðu efni hér á Íslandi, þar á meðal af vínylplötum!

Skylduskilin eru ekki lánuð út. Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum, gegn framvísun bókasafnsskírteinis.

Viðburður þessi er haldinn í tengslum við Sýning á varðveislueintökum úr skylduskilum. Verið hjartanlega velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan