Dagur íslenskrar tungu og Jónas með hreim

Hátíðin Jónas með hreim verður haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Fögnum íslenskunni í öllum hljómbrigðum!

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskuna í öllum þeim fjölbreyttu hljómbrigðum sem finnast og vekja athygli á að íslenskan sameini okkur öll sem hana tölum, hvort sem hún er okkar fyrsta tungumál, annað eða þriðja. Hátíðin fer fram dagana 15.-17. nóvember á ýmsum stöðum í bænum. Alþjóðastofa Akureyrarbæjar í samstarfi við aðrar stofnanir, hópa, samtök og einstaklinga heldur utan um viðburði hátíðarinnar.  

 Samstarfs- og styrktaraðilar eru: Akureyrarbær, Akureyrarstofa, Alþjóðastofa, Amtsbókasafnið á Akureyri, Innflytjendaráð á Akureyri, Eyþing, Háskólinn á Akureyri, KEA, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Orðakaffi, Norðurorka, Ós Pressan og Penninn Eymundsson.

Facebook-viðburður hátíðarinnar er hér.

 Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar. Verið hjartanlega velkomin! 

Jónas með hreim - dagskrá

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan