Búðu til þína eigin jólapeysu og styrktu gott málefni

Notaleg samverustund á aðventunni.
Notaleg samverustund á aðventunni.

Miðvikudaginn 12. desember kl. 17:00 hleypum við anda jólanna í hjörtu okkar með jólapeysuföndri. 

Fyrirkomulag: Til sölu verða peysur frá Rauða krossinum á 500 krónur stykkið sem renna beint til samtakanna. 

Athugið! Töluvert af gömlu jólaskrauti, til að skreyta peysurnar með, verður á staðnum. En ef þú vilt losa þig við jólaskraut þá er allt slíkt vel þegið í föndrið. Meira er betra! 

Styrkjum gott málefni, endurvinnum, hlustum á jólalög og föndrum saman jólapeysur! Notaleg samverustund á aðventunni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan