Brjálað að gera í pöntunum!

Hér á mynd má sjá örlítið brot af pöntunum gærdagsins.
Hér á mynd má sjá örlítið brot af pöntunum gærdagsins.
Á Amtsbókasafninu er nóg að gera þrátt fyrir að safnið sé lokað. Boðið er upp á pantanir á safnefni og hafa notendur safnsins tekið mjög vel í þá þjónustu. Afgreiddar hafa verið í kringum 350 pantanir á bókum, spilum, mynddiskum og kökuformum frá byrjun nóvember
 
Þú getur pantað safnefni með því að:
  • Fara á Leitir.is
  • Hringja í 460-1250 milli kl. 10-12 á virkum dögum
  • Senda tölvupóst á bokasafn@amtsbok.is
Við hlökkum til að heyra frá þér!
 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan