Bréfamaraþon Amnesty International

Bréfamaraþon Amnesty International fer fram á Orðakaffi, Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 7. desember kl: 11:00 til 16:00. Bréfamaraþon er árlegur viðburður sem haldinn er í þeim tilgangi að virkja almenna borgara til þess að styðja þolendur mannréttindabrota í verki.  
 
Fyrirkomulag: Fólk mætir á Amtsbókasafnið þegar því hentar milli kl. 11-16 og skrifar þolendum bréf eða kort. Fólk stoppar ýmist við í stutta stund og skrifar nokkur bréf eða dvelur lengur og skrifar sig máttlaust. Þitt nafn bjargar lífi!
 
 
Verið hjartanlega velkomin! 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan