Bréfamaraþon Amnesty International

Bréfamaraþon Amnesty International fer fram á Orðakaffi, Amtsbókasafninu á Akureyri miðvikudaginn 19. desember frá kl: 11:00 til 14:00. Bréfamaraþon er árlegur atburður sem haldinn er til að virkja fólk eins og þig og mig til að styðja þolendur mannréttindabrota í verki.  
 
Bréfamaraþonið fer fram með því að fólk mætir á Amtsbókasafnið, þegar því hentar milli kl 11-14 og skrifar þolendum bréf eða kort. Fólk stoppar ýmist við í stutta stund og skrifar nokkur bréf eða dvelur lengur og skrifar sig máttlaust. Orðakaffi verður lokað en boðið verður upp á kaffi og piparkökur.
 
 
Verið hjartanlega velkomin! 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan