Borðspilin eru frábær skemmtun!

Safnkostur Amtsbókasafnsins er fjölbreyttur og við erum alltaf að vinna í því að auka fjölbreytnina. Borðspilunum hjá okkur fjölgar stöðugt og vinsældir þeirra aukast.

Það er algeng sjón að sjá fólk á öllum aldri sitja við langborðið í barnadeildinni, í ungmennadeildinni eða annars staðar og spila. Svo má auðvitað geta spilaklúbbanna sem hér eru starfræktir, fyrir fullorðna annars vegar (annan hvern miðvikudag) og börnin hins vegar (annan hvern mánudag). Frekari upplýsingar um borðspilin má sjá hér og hér.

En auðvitað eru öll þessi spil og borðspil lánuð út, í 30 daga líkt og flest safnefnið hjá okkur. 

Listi yfir þau borðspil sem við eigum er uppfærður nokkrum sinnum á ári og má ná í hann í hér. Annars er hægt að sjá listana sem eru festir á rekkann hjá borðspilunum til að átta sig á hvað er til. Svo er hægt að leita á amt.leitir.is að "spil" og "borðspil" og fá hugmyndir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan