Bókaverðlaun barnanna 2020

Brot af barnabókaflóðinu árið 2019.
Brot af barnabókaflóðinu árið 2019.

Nú geta börn á aldrinum 6 - 12 ára kosið uppáhalds barnabækur ársins 2019. Kosningin fer fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Kosningin er frá 10. febrúar til 20. mars.

Tilkynnt verður um fimm efstu íslensku og fimm efstu þýddu bækurnar á sumardaginn fyrsta, 23. apríl næstkomandi á Borgarbókasafninu, Grófinni.

Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV 6. júní.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan