Bókasafnsdagurinn 8. september

Lestur er bestur!
Lestur er bestur!

"Bókasafnsdagurinn 2016: Lestur er bestur - út fyrir endimörk alheimsins" verður haldinn 8. september.  

Bókasafnsdagurinn beinir augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna í samfélaginu.

Hér á Amtsbókasafninu verður gestum og gangandi boðin leiðsögn um hina ýmsu afkima safnsins og fólki gefinn kostur á að skoða hillur og ganga sem alla jafna eru lokuð almenningi.

Við förum með hópa kl. 13:00, 15:00 og 17:00 - Nú er að nota tækifærið!

Veistu hver Steinka er?

Geturðu ímyndað þér hvað hillumetrarnir eru margir í geymslunni?

Hvað eru skylduskil?

Þessum spurningum og mörgum fleirum verður svarað á Bókasafnsdaginn 8. september!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan