Bókarkynning | Komdu með til Kanarí

Það er sól og blíða á Kanarí.
Það er sól og blíða á Kanarí.
Handbókin Komdu með til Kanarí er ein af jólabókunum í ár en hún fjallar um eyjuna Gran Canaria sem margir sólþyrstir ferðamenn hafa tekið ástfóstri við.

Höfundur bókarinnar, Snæfríður Ingadóttir, fjallar um eyjuna í máli og myndum og kynnir bókina mánudaginn 2.desember kl.17:00 á Amtsbókasafninu.

Í bókinni er m.a. að finna upplýsingar um áhugaverða staði á eyjunni, góðar gönguleiðir, sjávarlaugar, hella, hvað gaman er að gera í höfuðborginni og lista yfir spennandi
mat sem gaman er að smakka á eyjunni.

Bókin verður fáanleg á tilboðsverði á kynningunni, á 2.900 kr.

*ENGINN POSI*

Um höfundinn: Snæfríður hefur starfað sem blaðamaður til fjölda ár. Hún hefur skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn sem og handbækur um Tenerife og íbúðaskipti.
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan