Bókarkynning | Íbúðaskipti e. Snæfríði Ingadóttur

Útlönd eru nær en þig grunar!
Útlönd eru nær en þig grunar!

Allt sem þig langaði að vita um íbúðaskipti en þorðir ekki að spyrja að! 

Fimmtudaginn 15. maí kl. 17:00 mun Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona fjalla um nýútkomna bók sína, Íbúðaskipti, á Amtsbókasafninu. 

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta að lífstíl sínum. Hún ferðast reglulega bæði innanlands og erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu enda skapa íbúðaskipti aukin tækifæri til ferðalaga og gefa öðruvísi sýn á áfangastaðina. 

Snæfríður hefur nú skrifað leiðarvísi fyrir aðra sem feta vilja
sömu braut og ferðast meira án þess að borga meira. 

Hún deilir reynslu sinni, útskýrir hvernig íbúðaskipti virkar og svara spurningum á bókarkynningu þann 15. maí milli kl.17:00 og 17.45. 

Handbókin fæst á tilboðsverði á staðnum, 2.500 kr. 

Í bókinni hvetur Snæfríður lesendur til gefandi og hagsýnni ferðalaga í gegnum íbúðaskipti. En þar er m.a. fjallað um:
-hvaða vefsíður eru bestar?
- hvernig er best að undirbúa heimilið fyrir skiptin?
- hvað ber að varast?
-hvernig er best að sannfæra makann um að prófa íbúðaskipti?
-eru bílaskipti góð hugmynd?

Verið hjartanlega velkomin!

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan