Bókamarkaður hefst 1. október

Á bókamarkaði Amtsbókasafnsins kennir ýmissa grasa og bætist reglulega við „nýtt“ efni.
Á bókamarkaði Amtsbókasafnsins kennir ýmissa grasa og bætist reglulega við „nýtt“ efni.

Bókamarkaður Amtsbókasafnsins hefst 1. október og verður uppi út mánuðinn.


Bókaormar, hámhorfarar og allir aðrir unnendur eðal efnis geta nú aldeilis glaðst því bókamarkaður Amtsbókasafnsins hefst á morgun, föstudaginn 1. október kl. 10.
Á markaðnum í ár kennir ýmissa grasa og má þar m.a. finna barna- og unglingabækur, skáldsögur, fræðirit, tímarit, dvd myndir og sjónvarpsþáttaseríur. Að vanda verður markaðurinn mjög lifandi og „nýtt" efni bætist reglulega við.


Sjáumst í gramsinu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan