Bókaáskorun 2021

Hvaða bækur ætlar þú að lesa árið 2021?
Hvaða bækur ætlar þú að lesa árið 2021?

Nú fer Amtsbókasafnið af stað með bókaáskorun fjórða árið í röð. Í þetta sinn er áskorunin á bingó„formi", alls 25 hugmyndir að lesefni. Kannski höfða ekki öll atriðin í reitunum til þátttakenda en þá er um að gera að gera „spjaldið" að sínu, skipta út og bæta öðru við í staðinn. En svo er oft gott að fara út fyrir þægindarammann og lesa eitthvað sem sem hefði vanalega ekki orðið fyrir valinu. Kannski reynist leiðinlega bókin vera einmitt sú skemmtilega! 

Fyrir þá sem vilja fara sínar eigin leiðir þá er einnig hægt að nálgast blöð með óútfylltum reitum sem þátttakendur geta þá sjálfir fyllt út í, annað hvort með bókum sem þeir munu lesa eða hugmyndum að bókum sem hægt er að lesa.

Hægt er að sjá báðar útfærslur hér fyrir neðan. 

Hægt er að nálgast útprentaða lestraráskorun hér á Amtsbókasafninu. Safnið er nú opið virka daga kl. 15-18. 

Lesum fleiri bækur og gerum bóklestur sýnilegri í samfélaginu! #áframlestur

Frétt um bókaáskorunina árið 2018: https://bit.ly/2CYhtUh 
Áhrifin: https://bit.ly/2RgXskJ

Myllumerki: #26bækur #52bækur

Bókabingó2021Bókabingó2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan