Bókaáskorun 2019

Áfram lestur!
Áfram lestur!

Í fyrra skoruðum við á fólk að lesa 26 bækur á árinu 2018 og fóru viðbrögðin fram úr okkar allra björtustu vonum. Það var því ekki spurning um aðra áskorun í ár og hér kemur hún. Um er að ræða tvær áskoranir: ein 26 bóka og önnur 52 bóka. Kannski höfða ekki öll atriðin á listanum til fólks en þá er um að gera að gera hann að sínum, skipta út og bæta öðru við í staðinn. En svo er oft gott að fara út fyrir þægindarammann og lesa eitthvað sem sem hefði vanalega ekki orðið fyrir valinu. Kannski reynist „leiðinlega“ bókin vera einmitt sú skemmtilega! 

Lesum fleiri bækur og gerum bóklestur sýnilegri í samfélaginu! #áframlestur

Hópurinn #26bækur á facebook - allir velkomnir!
Frétt um bókaáskorunina í fyrra: https://bit.ly/2CYhtUh 
Áhrifin: https://bit.ly/2RgXskJ

Myllumerki: #26bækur #52bækur

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan