Barnaviðburðir falla niður

Sögustund sem átti að vera á morgun og barnaviðburður sem átti að vera á laugardaginn á Amtsbókasafninu falla því miður niður. Barnadeildin er þó að sjálfsögðu opin og stútfull af stórkostlegum ævintýrum fyrir okkar besta fólk. Við höfum þó gert ráðstafanir til að fækka sameiginlegum snertiflötum, til að passa upp á hvert annað. Það þýðir að litir, blöð og slíkt mun ekki liggja frammi nú næstu daga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan