Barnamenningarhátíð: Draugasöguupplestur

„Ótti er jafn mikill hluti af tilveru barna og fullorðinna, og með lestri (og ritun) hrollvekja getu…
„Ótti er jafn mikill hluti af tilveru barna og fullorðinna, og með lestri (og ritun) hrollvekja getum við tekist á við ótta okkar í öruggu umhverfi og fáum útrás fyrir erfiðar tilfinningar“ - Markús Már Efraím

Hvað: Draugasöguupplestur
Hvar: Amtsbókasafninu á Akureyri
Hvenær: Laugardaginn 13. apríl kl. 15:00

Rithöfundurinn og kennarinn Markús Már Efraím þekkir drauga og forynjur betur en flestir aðrir. Hann ristýrði og gaf út hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er sem hlaut fjölda viðurkenninga og hefur birst börnum ljóslifandi í Stundinni okkar. Markús flytur draugasögur og hrollvekjur fyrir börn á öllum aldri, en verið viðbúin því að hafa ljósin kveikt um kvöldið. Múahahahaha...

Upplesturinn er liður í Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í annað sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 9.-14. apríl. Hægt verður að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan