Barnamenningarhátíð á Akureyri 16.-22. apríl

Barnamenningarhátíð á Akureyri er hafin.
Barnamenningarhátíð á Akureyri er hafin.

Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram vikuna 16.-22. apríl

Barnamenning snýst um börn – börn sem skapa, njóta, sýna og túlka. Barnamenningarhátíð er því hlaðin spennandi viðburðum þar sem gleði og innlifun eru í fyrirrúmi. Markmiðið með hátíðinni er að efla barnamenningu í bænum, gefa börnum tækifæri til að njóta lista og menningar og leggja sitt af mörkum til að fegra bæjarlífið. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði víðs vegar um bæinn, fyrir börn og unglinga og alla sem vilja gleðjast með unga fólkinu. Sumir vilja mæta á dansæfingu með akureyrskum íþróttahetjum, aðrir vilja búa til myndasögur eða skrímslagrímur á Minjasafninu. Enn aðrir vilja yrkja klippiljóð hér á Amtsbókasafninu og mæta á ljóðasnapp í Davíðshúsi, setja upp sýndarveruleikagleraugu, glíma við skákþrautir, mæta á djammsession í Rósenborg eða hlusta á strengjasveit Tónlistarskólans.

Að Barnamenningarhátíðinni stendur áhugafólk um eflingu barnamenningar á Akureyri sem tengist ýmsum listgreinum, menningarstarfi, skapandi kennslu og íþróttastarfi. Vonir standa til að Barnamenningarhátíðin 2018 verði sú fyrsta af mörgum. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að svo verði eru hvattir til að mæta á opinn fund um barnamenningu í Hömrum, Hofi, í dag 16. apríl. kl. 17-19. Þar verður rætt um mikilvægi barnamenningar og leiðir til að efla hana enn frekar.

 

Viðburðir sem fram fara á vegum Amtsbókasafnsins í tengslum við Barnamenningarhátíð: 

Ljóðasmiðja í apríl á Amtsbókasafninu og í félagsmiðstöðvum á Akureyri.n
Sýndarveruleiki á Amtsbókasafninu, miðvikudaginn 18. apríl kl. 13-18. 
Ljóðasnapp í Davíðshúsi á sumardaginn fyrsta kl. 15.

 

Áfram barnamenning! 

 

Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan