Auglýsingaskjár

Eins og flestir safngestir hafa tekið eftir, þá hefur auglýsingaskjár verið staðsettur á vegg við hlið ljósritunarvélarinnar á móti innganginum. Þarna hefur ýmislegt í starfsemi Amtsbókasafnsins verið auglýst og gestir stundum staldrað við og horft á.

Safngestum bregður vonandi ekki ef þeir heyra skyndilega í einu af TikTok myndböndunum okkar þarna, en gera má ráð fyrir því að meira af hreyfi- og hljóðefni verði á skjánum í framtíðinni. Stefnt er að því að þetta verði lifandi upplýsingaveita og nái að grípa athygli safngesta. Sumar glærurnar innihalda klassískar upplýsingar eins og afgreiðslutíma og gjaldskrá, en svo eru aðrar sem auglýsa nýtt efni eða nýjan viðburð.

Staldrið endilega við skjáinn og athugið hvort þið sjáið ekki eitthvað spennandi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan