Amtsbókasafnið er opið - ath. breyttan afgreiðslutíma!

Mynd af Amtsbókasafninu að vetrarlagi.
Mynd af Amtsbókasafninu að vetrarlagi.

Kæru bókavinir

Amtsbókasafnið á Akureyri verður opnað að nýju mánudaginn 14. desember – en þó með miklum takmörkunum. Safnið verður opið virka daga kl. 15-18 og verður aðeins um grunnþjónustu að ræða. Aðeins tíu gestir geta verið í safninu í einu og eru þeir beðnir um að virða fjarlæðgarmörk og almennar sóttvarnarreglur. Á safninu verður grímuskylda. Hægt verður skila safngögnum í anddyri safnsins kl. 8:15-15 og eftir það er hægt að skila í sjálfsafgreiðsluvélunum.

Við hvetjum fólk til að notfæra sér pantanaþjónustu sem verður með svipuðu sniði og undanfarið. Hægt er að panta efni til útláns með því að:

  • fara á leitir.is
  • senda tölvupóst á bokasafn@akureyri.is
  • hringja í síma 460-1250 virka daga kl. 10-12

Pantanir sem berast fyrir kl. 12 verður hægt að nálgast samdægurs í afgreiðslu safnsins milli kl. 15-18.

Pantanir sem berast eftir kl. 12 verða afhentar næsta virka dag milli kl. 15-18.

Ef safnefni er ekki inni, þá er lánþegi settur á biðlista og staðfestingarpóstur eða símhringing berst þegar safnefnið er aðgengilegt.

Skiladagur á öllum gögnum sem átti að skila á meðan lokun stóð hefur verið færður til 15. desember og sektir reiknast ekki á þessum tíma.

Lýsum upp skammdegið! Höldum áfram að lesa, horfa á góðar kvikmyndir og spila borðspil með okkar allra nánustu.

Með kveðju,
Starfsfólk Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan