Amtsbókasafnið og nýjar samkomutakmarkanir

Við höfum pláss á tveimur hæðum og viljum fá ykkur sem flest hingað. En munið 2 metra regluna, grímu…
Við höfum pláss á tveimur hæðum og viljum fá ykkur sem flest hingað. En munið 2 metra regluna, grímuskylduna og spritt.

Þó svo að almennar samkomutakmarkanir verði 10 manns þá er söfnum eins og Amtsbókasafninu "heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum á hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra, þó að hámarki 200 viðskiptavinum." (Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar)

Einnig segir í reglugerðinni: "Leitast skal við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrar við í lengri tíma..."

Við getum því með sanni sagt, að miðað við síðustu vikur þá verða breytingarnar ekki miklar hjá okkur. Við sinnum persónulegum sóttvörnum.

Og við viljum líka ítreka það, að sameiginlegir snertifletir hjá okkur eru reglulega sótthreinsaðir yfir daginn. Einnig eru öll gögn þrifin er þeim hefur verið skilað.

Gerum þetta saman, því þá er svo gaman! - Sjáumst á Amtsbókasafninu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan