Amtsbókasafnið og breytingar á sóttvörnum

Samkvæmt „reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar“ frá heilbrigðismálaráðuneytinu, sem tekur gildi 23. desember 2021 og gildir til og með 12. janúar 2022, þá má segja að litlar breytingar verði á starfsemi Amtsbókasafnsins. Stærsta breytingin er sú að 1m reglan breytist í 2m regluna.

Á söfnum eins og Amtsbókasafninu skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Andlitsgrímur skal jafnframt nota þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun.

Þetta þýðir einfaldlega að við horfum betur í kringum okkur á safninu og pössum upp á fjarlægðir, sprittið er á sínum stað og við eigum öll að geta notið Amtsbókasafnsins næstu vikurnar ... eins og alltaf.

Hámarksfjöldi gesta verður 50.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan