Amtsbókasafnið lokað 24. mars-4. maí

***Fréttin hefur verið uppfærð***  
 
Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars, mun Amtsbókasafnið á Akureyri vera lokað til 4. maí. Því samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars - 4. maí, þar á meðal bókasöfnum.
 
Í dag er því seinasti dagurinn til þess að ná sér í bækur og önnur safngögn áður en safnið lokar tímabundið.
 
Í ljósi aðstæðna munu skiladagar á efni sem á að skila á umræddu tímabili verða færðir til 14. maí. Að öllu óbreyttu verður áfram hægt að skila gögnum í Pennanum Eymundsson. 
 
Amtsbókasafnið mun halda áfram að vera virkt á samfélagsmiðlum. Fylgist því endilega með okkur á Facebook og Instagram
 
Svo minnum við á Rafbókasafnið sem er alltaf opið! Það eina sem þarf er: 
  • Spjaldtölva, sími eða jafnvel venjuleg tölva
  • Gilt bókasafnsskírteini
  • Appið Libby eða Overdrive
  • Til þess að skrá sig inn þarf að nota GE númer (stendur á skírteininu) og leyninúmer (sem notað er í sjálfsafgreiðsluvélum safnsins)
Vakin er athygli á því að alltaf má hafa samband við safnið með því að hringja í síma 460 1250, senda tölvupóst á netfangið bokasafn@amtsbok.is eða með því að senda skilaboð á Facebook. 
 
Farið vel með ykkur kæru vinir! 

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri
 
 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan