Amtsbókasafnið fékk tvær saumavélar að gjöf

Bráðum geta gestir Amtsbókasafnsins saumað á safninu.
Bráðum geta gestir Amtsbókasafnsins saumað á safninu.

Á dögunum auglýsti Amtsbókasafnið eftir gefins saumvél. Auglýsingin hlaut talsverða athygli og var deilt víða sem varð til þess að safnið fékk tvær saumavélar að gjöf!

Það voru þær Minnie Eggertsdóttir og Geirþrúður Gunnhildardóttir og Gunnarsdóttir sem gáfu bókasafninu hvor sína saumavélina og þökkum við þeim kærlega fyrir. Saumavélarnar verða staðsettar á Orðakaffi, en verið er að gera þær tilbúnar fyrir notkun. Til að byrja með munum við aðeins stilla fram annarri vélinni, en við sérstök tilefni, t.d. í tengslum við viðburði þá munu báðar vélarnar verða tiltækilegar. 

Verið öll velkomin í saumaskap á Amtsbóksafninu!

 

Viðburðir á Amtsbókasafninu hér

Amtsbókasafnið á Facebook hér

Amtsbókasafnið á Instagram hér.

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan