Amtsbókasafnið á Akureyri: Verkefnastjóri

Ert þú rétta manneskjan í starfið!
Ert þú rétta manneskjan í starfið!

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða verkefnastjóra í 100% afleysingastarf frá og með 15. júlí 2021 til 31. júlí 2022.

Unnið er til skiptis frá 8:00-16:00 og frá hádegi til kl. 19:00. Á veturna er fjórði hver laugardagur frá 10:30-16:30 hluti af vinnutímanum. 

Helstu verkefni:

 • Almannatengsl og kynningarmál.
 • Skipulag og uppsetning sýninga og útstillinga.
 • Skipulag og umsjón með fyrirlestrum og viðburðum.
 • Skrásetning og miðlun með ljósmyndum, kvikmyndum og hlaðvarpi.
 • Teymisvinna og samstarf við aðrar stofnanir og félög.
 • Almenn bókasafnsþjónusta við gesti safnsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun (BA., BS, Bed.) sem nýtist í starfi.
 • Menntun á sviði menningarmiðlunar kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta og mjög góð þekking og reynsla á samfélagsmiðlum.
 • Færni í samskiptum.
 • Frumkvæði og geta til sjálfstæðra vinnubragða.
 • Færni í því að tjá sig í ræðu og riti.
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Fræðagarðs.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í netfanginu: launadeild@akureyri.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmkell Hreinsson í síma 4601253 eða í netfangi: holmkell@amtsbok.is

 

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar

Aðgengi að tölvu og aðstoð við umsóknir stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2021.

Sjá auglýsingu á vef Akureyrarbæjar hér: https://bit.ly/3tkisVE

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan