Amtsbókasafnið á Akureyri lokað 6. júní

Hvítasunnan, verk frá byrjun 14. aldar, eftir Duccio di Buoninsegna (myndatexti frá Vísindavefnum og…
Hvítasunnan, verk frá byrjun 14. aldar, eftir Duccio di Buoninsegna (myndatexti frá Vísindavefnum og myndin kemur frá Web Gallery of Art)

Mánudagurinn 6. júní er annar í hvítasunnu og er almennur frídagur á Íslandi og víðar í Evrópu - Amtsbókasafnið á Akureyri verður því lokað á þessum degi.

Fram til ársins 1770 var þriðji í hvítasunnu einnig almennur frídagur en það ár var hann víst afhelgaður. Almennt eru engir sérstakir siðir tengdir deginum sem haldið er upp á nema það að annar í hvítasunnu er almennur frídagur. Meðal almennings er þetta fyrst og fremst fyrsta mögulega ferðahelgi sumarsins þar sem hún er þriggja daga frí.

Við skulum því njóta langrar helgar og sjáumst hress og kát þriðjudaginn 7. júní kl. 8:15 ... á slaginu :-)

Til ítrekunar:

Amtsbókasafnið á Akureyri
er lokað á annan í hvítasunnu,
mánudaginn 6. júní 2022.

 Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan