Amtið: Nýtt hlaðvarp Amtsbókasafnsins

Mynd af hlaðvarpsbúnaði.
Mynd af hlaðvarpsbúnaði.
Nýtt HLAÐVARP Amtsbókasafnsins er komið í loftið.
Hlaðvarpið heitir einfaldlega AMTIÐ.
 
Um er að ræða nýja aðferð safnsins til að miðla upplýsingum um verkefni og þjónustu bókasafnsins með lifandi hætti.
Fyrsti viðmælandi er Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
 
  • Hver er Hólmkell Hreinsson?
  • Er bókin tímaskekkja?
  • Hvert er hlutverk bókasafnsins í samfélaginu?
 
Þetta og margt fleira í fyrsta þætti af Amtinu
 
Umsjónarmaður fyrsta hlaðvarpsþáttarins er Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu.
Hlaðvarpið er aðgengilegt á Soundcloud og á Spotify undir Hlaðvarpi Akureyrarbæjar.
 
Beinn hlekkur á viðtal https://bit.ly/3poTGCW
Mynd af Hólmkeli Hreinssyni amtsbókaverði 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan