Amtið - hlaðvarp: Ungskáld og Magnús Orri Ungskáld Akureyrar 2020

Nýjasti hlaðvarpsþáttur Amtsins er tileinkaður Ungskáldum.

Hrönn Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Ungskálda 2021 kynnir okkur stuttlega fyrir verkefninu í ár en það samanstendur af ritlistasmiðju þann 23. október, ritlistakeppni, kaffihúsakvöldi og sýningu á Glerártorgi.

Því næst heyrum við í Magnúsi Orra Aðalsteinssyni, Ungskáldi Akureyrar 2020 og fáum að fræðast um tilurð sigurverksins og skrif hans almennt, upplifun hans af verkefninu og ýmislegt fleira.

Umsjónarmaður þáttarins er Jóhannes Árnason, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu.


Hlaðvarpið er aðgengilegt á Soundcloud og á Spotify undir Hlaðvarpi Akureyrarbæjar. Einnig má hlusta á þáttinn með því að smella hér.

Nánari upplýsingar um Ungskáldaverkefnið má finna á ungskald.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan