Alþjóðlegir þriðjudagar: Kúba

Kúba
Kúba

(ENGLISH BELOW)

Þriðjudaginn 31. júlí kl. 17:00 mun
Adriana Delahante Matienzo, sem búsett hefur verið hér á Akureyri um skeið, tala um heimaland sitt Kúbu og þá sérstaklega um hefðbundna kúbverska dansa.

NOKKRIR PUNKTAR UM KÚBU: 

Vissir þú að á Kúbu er hlutfall læsra um 99,8% sem er með því besta í heiminum?

Dans er mikilvægur á Kúbu. Bolero, Mambo og Cha Cha - allir komnir frá Kúbu!

Kúbverjar skrifa vanalega ekki niður uppskriftir heldur bera þær fram munnlega kynslóð fram af kynslóð. 

Viltu vita meira? Mættu þá á Amtsbókasafnið þriðjudaginn 31. júlí kl. 17:00 ;) 

Kynning þessi er hluti af viðburðaröð sem fer fram undir heitinu Alþjóðlegir þriðjudagar, í tengslum við Listasumar. Alla þriðjudaga í sumar á tímabilinu 26. júní-21. ágúst kl. 17:00 munu íbúar af erlendum uppruna kynna heimaland sitt á Amtsbókasafninu. Markmiðið með alþjóðlegum þriðjudögum er að færa ólíka menningarheima saman, rjúfa einangrun og vekja athygli á heiminum í kringum okkur.

-----------

Next tuesday, the 31st of July at 5PM Adriana Delahante Matienzo will talk about her homeland Cuba.

This event is a part of series called International Tuesdays. Every tuesday in the period 26th of June - 21st of August at 5PM here at the library inhabitants from abroad will talk about where they come from.Food, music, language, landscape, culture,... etc. 

The aim is to create beautiful events, a gateway into different cultures which could arouse the curiosity of the citizens of the world around us.

Welcome!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan