Alþjóðadagur móðurmálsins

(English below)

Það verður heilmikið um að vera á Amtsbókasafninu í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins þann 21. febrúar.

Kl. 16-19 Skiptibókamarkaður fyrir erlendar bækur
Ertu búin/n að lesa allar pólsku, arabísku eða spænsku bækurnar þínar? Skiptu þeim út fyrir "nýjar" bækur og gefðu gömlu bókunum nýtt heimili. Þú mátt taka eins margar bækur og þú vilt, óháð því hvað þú komst með margar. Bækur á öllum heimsins tungumálum velkomnar!

Kl. 16:30-17 Sögustund í barnadeild þar sem við fögnum fjölbreytileika tungumála. Við ætlum meðal annars að læra að telja á hinum ýmsu tungumálum.

Kl. 16:30-18:30 Tungumálabasar á Orðakaffi.
Viltu fræðast um arabíska letrið, læra að kynna þig á litháísku eða rifja upp menntaskólaþýskuna? Hin ýmsu tungumál verða kynnt á fjölbreyttan hátt á skemmtilegasta tungumálabasar norðursins!

Allir velkomnir!

Amtsbókasafnið will celebrate the International Mother Language Day with a series of fun events.

At 16-19 Skiptibókamarkaður fyrir erlendar bækur
An international book exchange, bring your old books and get some "new" ones! Books in all languages are accepted, you can take as many books as you like, regardless of how many you brought.

At 16:30-17 Story time in the children's department where we celebrate the diversity of languages. We will learn to count numbers in various languages among other things.

At 16:30-18:30 Language-bazaar in Orðakaffi
Do you want to learn about the Arabic alphabet, how to introduce yourself in Lithuanian or name different pastries in German? Then this is the event for you! Various languages will be presented in fun and different ways at the most exciting language-bazaar in the north!

Welcome!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan