Allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán!

Dvd spilari gæti verið góð hugmynd ef þú átt hann ekki til nú þegar.
Dvd spilari gæti verið góð hugmynd ef þú átt hann ekki til nú þegar.

Amtsbókasafnið býður mikinn fjölda mynda, nýjar og gamlar, og á mörgum tungumálum. Sú skemmtilega breyting hefur orðið á að nú eru allir mynddiskar Amtsbókasafnsins komnir í 7 daga útlán. Við minnum á að ókeypis er að fá dvd diska að láni.

Ef notandi er með mynddiska í tveggja daga útláni hjá sér núna og vill framlengja, þá verður það hins vegar bara tveggja daga framlenging vegna þess að diskurinn þarf að skilast til okkar áður en hann öðlast 7 dagana.

Dagsektir verða óbreyttar 210 kr. 

Allar tillögur og athugasemdir eru vel þegnar og sendist á netfangið doddi@amtsbok.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan