Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins

Mynd: Leikurinn hefst við einn af gluggum Orðakaffis.
Mynd: Leikurinn hefst við einn af gluggum Orðakaffis.

Hvernig væri að taka þátt í ratleik á aðventunni? Leikurinn hefst við einn af gluggum Orðakaffis (sjá hring á mynd) og teygir sig svo um bæinn. Við mælum með að þátttakendur taki með sér vasaljós í skammdeginu þó það sé ekki nauðsynlegt. 

Til að taka þátt í leiknum þarf að hlaða niður smáforritinu (app) goosechase.com. Það er ókeypis. Síðan er nafn leiksins sett í leitarstikuna „Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins" og þá birtast þrautirnar í þeirri röð sem best er að leysa þær.

Ratleikurinn hefst við Amtsbókasafnið á Akureyri. Fyrsta verkefni ratleiksins er að finna í einum af gluggum Orðakaffis. Þaðan heldur leikurinn áfram um miðbæ Akureyrar, upp kirkjutröppurnar, upp í Lystigarð, að Davíðshúsi með viðkomu hjá Andapollinum og síðan endar leikurinn við Amtsbókasafnið.

Við reiknum með að leikurinn taki um það bil eina klukkustund og að hann henti vel fjölskyldum (börnum með leiðsögn fullorðinna). Verkefnin má í raun leysa í hvaða röð sem er en það hentar sennilega best að leysa þau í þeirri röð sem nefnd er að ofan. Verkefnin eru fjölbreytt. Þátttakendur fá það verkefni að leysa myndagátu, svara spurningum og taka myndir af sér við ýmis kennileiti bæjarins.

  • Ratleikur Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins - aðgengilegt í gegnum síma appið goosechase.com og leita síðan að: Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan