Áður en ég dey | Skrifum á vegginn!

Áður en ég dey veggur - Afhjúpun á Amtsbókasafninu á Akureyri. Fimmtudaginn 13. júní kl. 17:00.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri skrifar fyrstu línuna.

Í framhaldinu mun Ómur yoga og gongsetur leiða hugleiðslu með ásetningi á flötinni fyrir framan safnið, ef veður leyfir. 

Vonir, ótti, gleði og hugur Akureyringa og gesta árið 2019.

Áður en ég dey veggurinn er fallegur vettvangur þar sem almenning gefst tækifæri til að fara yfir farinn veg, horfa til framtíðar og deila framtíðardraumum/óskum/löngunum í opinberu rými. Veggurinn er áminning um að við erum ekki ein, hvatning um mikilvægi þess að eiga sér draum og gera það besta úr lífinu, óháð stétt og stöðu. Þeir sem skapa sjálft listaverkið er almenningur.

Hægt er að njóta listaverksins á ýmsan hátt, með því að skrifa á vegginn, með því að lesa það sem aðrir hafa skrifað, með því að mynda vegginn og mannlífið sem myndast í kringum hann og með því að taka þátt í samræðum sem myndast í tengslum við það sem skrifað er á vegginn. Þar sem veggurinn er í opinberu rými geta allir sem leið eiga um tekið þátt, hvort sem er með því að deila draumum sínum með öðrum eða skrá hugsanir sínar án þess að vitni séu að því. Listaverkið vekur fólk til umhugsunar um tilveruna, um stöðu sína, um eigin getu og vilja til að vera þátttakandi í lífinu.

Áður en ég dey veggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem Candy Chang er höfundur að og hóf með því að setja verkið upp á yfirgefið hús í New Orleans í Bandaríkjunum árið 2011. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1000 hliðstæðir veggir verið settir upp í fjölmörgum borgum og bæjum í hátt í 100 löndum um heim allan á um 35 tungumálum.

Verið öll velkomin á afhjúpunina og fögnum lífinu, fimmtdaginn 13. júní kl. 17:00.

Fylgist með nánari upplýsingum um vegginn hér í viðburði og/eða á facebook síðu Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan